Framkvæmdastjórn

Egill Fannar Reynisson

Framkvæmdastjóri

Egill er fæddur árið 1978. Egill hefur starfað hjá Radix frá árinu 1997 og er einn eigenda félagsins.

Halldór Berg Sigfússon

Fjármálastjóri

Halldór er fæddur árið 1984. Halldór starfaði sem viðskiptafræðingur hjá Ernst og Young (EY) á árunum 2014-2017. Þar starfaði hann á endurskoðunarsviði við endurskoðun, uppgjör og önnur sérfræðistörf þvert á deildir. Halldór hóf störf sem fjármálastjóri Radix í september 2017. Hann er með MAcc gráðu í reikningshaldi og endurskoðun og MCF gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.

Róbert Valtýsson

Rekstrarstjóri

Róbert er fæddur árið 1968. Róbert starfaði sem framkvæmdastjóri hjá ILVA á Íslandi á árunum 2008 – 2019. Þangað kom hann frá IKEA á Íslandi þar sem hann starfaði árin 1998 – 2007 og gegndi þar ýmsum störfum, fyrst á birgðasviði sem lagerstjóri áður en hann tók við stöðu sölustjóra. Hann vann einnig sem mannauðsstjóri áður en hann varð rekstrarstjóri síðustu tvö árin fyrir félagið. Róbert hóf störf sem rekstrarstjóri hjá Radix í september 2019. Hann er með diplóma í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands á sviði stjórnunar og stefnumótunar ásamt stjórnun markaðsmála.

Hákon Hreiðarsson

Innkaupa- og vörustjóri

Hákon er fæddur árið 1971.