Endurskoðendur
Í samþykktum Radix er kveðið á um að á aðalfundi félagsins skuli kjósa löggiltan endurskoðanda eða skoðunarmann.
Endurskoðandi rannsakar reikninga félagsins og öll viðeigandi fjárhagsgögn fyrir hvert rekstrarár og hefur í þeim tilgangi aðgengi að öllum gögnum félagsins.
Deloitte ehf., kt. 521098-2449, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi, er endurskoðunarfélag Radix ehf. Árni Þór Vilhelmsson endurskoðar og áritar ársreikninga félagsins fyrir hönd Deloitte. Hann er meðlimur í Félagi löggiltra endurskoðenda.
Engin hlutabréf útgefin af Radix eða tengdar afleiður eru í eigu Deloitte ehf. eða fulltrúa þeirra sem annast endurskoðun félagsins.